Engin miskunn
Barátta móður fyrir frelsun dætra sinna úr ánauð
Engin miskunn er saga móður sem berst fyrir því að leysa dætur sínar úr ánauð. Eiginmaður hennar seldi tvær dætur þeirra í hjónaband til heimalands síns, Jemen. Þar beið þeirra auðmýking, ofbeldi og nauðganir.
Nadía og Zana voru fjórtán og fimmtán ára þegar þetta gerðist. Móðir þeirra, Miriam Ali, brotnaði saman við tíðindin en reis síðan upp til varnar dætrum sínum og – sjálfri sér. Hún neitaði að gefast upp, hóf baráttu fyrir því að frelsa dæturnar um leið og hún sagði eiginmanninum sem hafði kúgað hana og niðurlægt um árabil stríð á hendur.
Zana, dottir Miriam, lýsti reynslu sinni í bókinni Seld fyrir nokkru. Engin miskunn er ekki síður átakanleg lesning og lætur engan ósnortinn. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.