Engilbjört og Illhuga
Enginn er alfullkominn? eða svo hefur okkur verið kennt. En þið eigið eftir að kynnast Engilbjörtu sem er fædd gallalaus. Enginn er alvondur. Sá sem trúir því hefur ekki komist í kynni við Illhugu, versta barn í heimi. Gæskan og illskan sem hefur átt að blandast í þeim báðum urðu viðskila, og annar tvíburinn fékk allt hið góða en hinn allt hið illa. Vesalings foreldrarnir, ættingjarnir og kennararnir vita ekki sitt rjúkandi ráð, enginn skilur Engilbjörtu og enginn fær tjónkað við Illhugu.
Sagan er bráðfyndin og skemmtileg, þótt skopið sé stundum svolítið illkvittnislegt. Höfundurinn, Lynne Reid Banks, hefur unnið til fjölda verðlauna og bækur hennar selst í milljóna upplögum, m.a. Indjáninn í skápnum og framhald þeirrar sögu: Indjáninn snýr aftur, Leyndarmál indjánans o.fl. Í þessari bók um tvíburasysturnar furðulegu nýtur sín vel skopskyn hennar, frásagnarlist og frjótt ímyndunarafl.
Ástand: innsíður mjög góð og kápa góð.