Dýraalfræði fjölskyldunnar
Þetta stórglæsilega alfræðirit um undraveröld dýranna skiptist í sex meginkafla – um spendýr, fugla, skriðdýr, froskdýr, fiska, og lokakaflinn er um skordýr, kóngulær og aðra hryggleysingja. Hver kafli hefst á inngangi, þar sem lýst er einkennum þeirra dýra sem um er fjallað. Næst eru yfirlitsþættir með myndum og upplýsingum um margar og ólíkar tegundir og síðan er ítarefni um tiltekin dýr. Þá er fjallað um hegðun og atferli dýra. Þetta er traust og aðgengilegt en um leið stórskemmtilegt heimildarrit. Bókin er sannkallað augnayndi og nýtist vel jafnt heima fyrir sem í skólum. (Heimild: Bókatíðindi)
Bók þessi er skipt niður í sex kafla og hver með undirköflum, þeir eru:
- Spendýr
- Fuglar
- Skriðdýr
- Froskdýr
- Fiskar
- Skordýr, kóngulær og aðrir hryggleysingjar
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.