Dauðadjúp
Tvö ungmenni í ævintýraleit finna flugvélarflak á botni stöðuvatns í óbyggðum Norður-Svíþjóðar. Þegar haustar halda þau í köfunarleiðangur til að kanna dularfullt flakið en segja engum frá því hvert ferðinni er heitið. Og þau snúa aldrei til baka.
Þegar lík stúlkunnar finnst mörgum mánuðum síðar hefur lögreglan í Kiruna rannsókn á dauða hennar. Í litlu þorpi í nágrenninu, þar sem látna stúlkan dvaldist hjá langömmu sinni, býr fjölskylda sem allir óttast; tveir ofbeldisfullir bræður og aldraðir foreldrar þeirra sem eiga sér myrkari leyndarmál en gengur og gerist. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.