Bjarnarey – Alistair Maclean
Morgunrósin er á leið gegnum úfið Íshafið áleiðis til hinnar hrikalegu og óhuganlegu Bjarnarey. Innanborðs er hópur kvikmyndafólks sem á að gera kvkmynd á Bjarnarey, en yfir kvikmyndagerðinni hvílir slík leynd að ekkert þeirra veit í rauninni hver tilgangur ferðarinnar er. Marlowe læknir er önnum kafinn við að stunda sjóveikissjúklinga sína, þegar önnur og dularfyllri veiki fer að grípa um sig og reynist í sumum tilvikum banvæn. Það er eitthvað óhugnalegt og óeðlilegt bæði við sjúkdóminn og val fórnadýra hans. Um borð í Morgunrósinni er morðingi.
Marlowe kmest að því að hann er á listanum yfir fórnarlömb morðingjans, og áður en skipið leggst við festar við gnæfandi klettavegg Bjarnareyjar, hefur honum þegar verið sýnt banatilræði. Í tjaldbúðunum á eyjunni grípur svo skelfingin um sig, þegar grunur fellur á einn eftir annan og enn fleir dularfull dauðsföll eiga sér stað. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott