Benedikt Strandapóstur
Benedikt Benjamínsson, sögumaður bókarinnar var um aldarfjórðungsskeið Strandapóstur. Hann hóf starf sitt á hörðu ári 1918 og fór þá frá Stað í Hrútafirði að Árnesi í Trékyllisvík, seinna alla leið norður til Ófeigsfjarðar. Um norðurhluta Strandasýslu var á þeim árum órudd leið, víða torfær og hættusöm og því enginn veifiskata vegur.
Frásögn Benedikts er trú heimild þeirra lífshátta, sem útskagabúinn varð að temja sér ætti hann að komast óbrotinn gegnum önn aldarfarsins. Hann lætur hvergi mikið yfir sínum hlut, en atburðir og aðstæður bera starfi hans bezt vitni.
Saga hans er jafnframt bort úr sögu margra merkra samtíðarmanna, því oftast var hann leiðsögumaður flestra þeirra er lögðu leið sína um útskaga þennan. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Barnæska Benjamíns
Mín var ævibyrjun bág,
böndum reifa klæddur.
Niðursettur sveit var á
sama dag og fæddur.
Höf.: Benjamín (faðir Benedikts, bls. 9)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.