Barnalæknirinn
Handbók fyrir foreldar um barnasjúkdóma og slys. Einkar handhæg,, fljótleg og auðveld í notkun.
Barnalæknirinn er ómissandi handbók fyrir allar fjölskyldur, bók sem mjög auðvelt er að fletta upp í og finna í skyndi umfjöllun um hvers kyns sjúkleika sem hrjáð getur börn á öllum aldri, frá fæðingu til unglingsára.
Sagt er frá hátt á annað hundrað barnasjúkdómum, kvillum og vandamálum, einkennum þeirra, meðferð og bata. Hverjum kafla fylgja leiðbeiningar um hvenær ástæða sé til að leita læknis og hvað foreldrar geta sjálfir gert til að hjúkra barni sínu og bæta heilsu þess.
Mikill fjöldi skýringarteikninga auðveldar greiningu sjúkdómseinkenna og hjálpar foreldrum að átta sig á veikindum barna sinna og veita þeim hjúkrun og rétta umönnun.
Sérstakur kafli er í bókinni um skyndihjálp í neyðartilvikum. einnig er ítarlega fjallað um hjúkrun veikra barna og um öryggi barna á heimilum og utan þeirra. (heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Barnalæknirinn eru 7 kaflar, þeir eru:
- Formáli
- Notkun bókarinnar
- Að þekkja líkama barnsins
- Bein
- Vöðvar
- Höfuðið
- Líffæri og kirtlar
- Umönnun veikra barna
- Kalla á lækni
- Hiti
- Lyf
- Að hjúkra sjúku barni
- Barnið fer á sjúkrahús
- Greining sjúkdómseinkenna
- Notkun kaflans
- Augu, munnur og hársvörður
- Eyru, nef og háls
- Kviður, brjóst og bak
- Kynfæri og hægðir
- Hendur og fætur
- Húðin
- Kvillaskrá (23 kaflar)
- Öryggi
- Öryggi í heimahúsum
- Eldhús
- Svefnherbergi
- Baðherbergi
- Stofan
- Anddyri og stigi
- Garðurinn
- Umferðaröryggi
- Öryggi í bílnum
- Leikföng
- Íþróttir og áhugamál
- Leikvellir
- Slysahjálp
- Þegar slys ber að höndum
- Endurlífgun
- Meðvitundarleysi
- Blæðing
- Lost
- Köfnun
- Drukknn
- Brunasár
- Rafstraumur
- Eitrun
- Ofkæling
- Búið um sár
- Töflur og skrár
- Vaxtatöflur
- Ónæmisaðgerðir
- Smitsjúkdómar
- Skrár
- Fræðiorðaskrá
- Atriðaorðaskrá
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.