Bakkabræður

Flestir krakkar þekkja skemmtilegu sögurnar um bræðurna heimsku á Bakka, Gísla, Eirík og Helga,em þekktu ekki einu sinni í sundur fæturna á sjálfum sér. Sögurnar af Bakkabræðrum, Brúnku, kettinum og keraldinu verða þó enn hlægilegri þegar þeim fylgja fyndnar og frábærar myndir eftir listamannin snjalla, Brian Pilkington. Í þeim gæðir hann sögurnar nýju lífi og dregur fram skopleg og skemmtileg smáatrið í ævintýrum Bakkabræðra. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bakkabræður, þeir Gísli, Eiríkur og Helgi, voru frá bænum Bakka í Svarfaðardal eða jafnvel Bakka í Fljótum. Þeir eru meðal þekktustu þjóðsagnapersóna Íslendinga og í Þjóðsögum Jóns Árnasonar eru fjölmargar sagnir um þá. Ekki er vitað hvenær þeir voru uppi né hverra manna þeir voru, nöfn foreldra þeirra koma hvergi fram í sögunum um þá. Þeir voru einfaldir og auðtrúa og sögurnar um þá byggja allar á þessum persónueinkennum. Bakkabræðrasögurnar eru allar stuttar kímnisögur. Þær þekktustu eru m.a.: Faðir vor kallar kútinn, Kötturinn étur allt, Ekki er kyn þó keraldið leki, Í viðarmó, Gluggalausa húsið, Tunglið og herskipið. Jón Árnason þjóðsagnasafnari fékk flestar sögurnar um þá bræður frá heimildarmönnum í Eyjafirði. (Heimild: WikiPedia)

Ástand: gott

Bakkabræður - Brian Pilkington

kr.400

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,320 kg
Ummál 21 × 1 × 26 cm
Blaðsíður:

22 +teikningar

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Útgefandi:

Iðunn bókaútgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1989

Teikningar

Brian Pilkington

Höfundur:

Úr þjóðsögum Jóns Árnasonar