Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis

Jónas Kristjánsson læknir var óumdeilanlegur brautryðjandi náttúrulækningastefnunnar á Íslandi. Ævi hans var viðburðarík frá því hann barn að aldri missti móður sína og hét því að verða læknir. Honum tókst að brjótast til mennta og verða vinsæll læknir í tveimur erfiðum og víðlendum héruðum norðanlands og austan. Eftir að hann lauk embættisstarfi sínu sem læknir hóf hann nýtt ævistarf er hann hafði þá þegar lagt drög að og hóf að vinna af fullum krafti að náttúrulækningamálum. Hann lifði að sjá óskadraum sinn, heilsuhæli NLFÍ, rísa og var ötull við að boða betri lífshætti. Í ævisögu hans, er Benedikt Gíslason frá Hofteigi ritaði, greinir frá uppvexti Jónasar og ævintýrum í æsku, á skólaárum, á ferðum og í starfi. Jafnframt kemur kemur þar fram kjarnyrtur maður sem hikar ekki við að segja skoðun sína á lífsháttum landa sinna. Stundum brefgður jafnvel fyrir reiðilestri í anda Vídalíns er honum ofbyður óhollustan. Kenningar Jónasar eiga meira sameiginlegt með heilsuræktarstefnu nútímans en skoðunum velflestra samferðamanna hans. (Heimild: bakhlið bókarinnar)

Bókin Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis eru skipt í fjóra hluti, þeir eru:

  • 1. hluti Æskuár og læknisnám
  • 2. hluti Árin á Héraði
  • 3. hluti Fljótdalshérað kvatt
  • 4. hluti Kenningar Jónasar
    • Eftirmáli

Ástand: gott.

Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis - Benedkit Gíslason frá Hofteigi

kr.1.900

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502289 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,420 kg
Ummál 16 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

143 +myndasíður

ISBN

Ekkert

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Náttúrulækningafélag Íslands

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1987

Hönnun:

Anna Ólafsdóttir Björnsson (bjó til prentunar)

Höfundur:

Benedikt Gíslason frá Hofteigi

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Ævisaga Jónasar Kristjánssonar læknis”