Þórbergur Þórðarson

Þórbergur Þórðarson (12. mars 1888 – 12. nóvember 1974 ) fæddist á Hala í Suðursveit. Hann var íslenskur rithöfundur. Þórbergur ólst upp í sveit og fór ungur til Reykjavíkur til að vinna á skútu. Árið 1924 kom út fyrsta stóra bók hans, Bréf til Láru, sem olli gríðarlegu uppnámi og gerði Þórberg þjóðfrægan og illræmdan á einni nóttu.

Á árunum 1918–1933 Þórbergur kenndi við Iðnskólann á árunum 1918-25 sem og við Verslunarskólann á árunum 1921-25. Á sama tíma fékk Þórbergur áhuga á dulspeki og guðspeki og ferðaðist til London, Parísar og Kaupmannahafnar árið 1921 til þess að kynna sér dulspekiefni nánar. Stjórnmálaskoðanir hans hneigðust til vinstri og ritaði hann ýmsar greinar til varnar Sovétríkjunum. Árið 1925 fékk Þórbergur mikinn áhuga á esperanto. Hann giftist Margréti Jónsdóttur þann 1. október 1932. Haustið 1933 réð Þórbergur sig sem blaðamann Alþýðublaðsins.
Þórbergur var heiðursfélagi í Skaftfellingafélaginu og Rithöfundafélaginu. Hann var kosinn heiðursdoktor við Háskóla Íslands 1974, stuttu áður en hann lést úr heilablóðfalli á Landspítalanum í Reykjavík þann 12. nóvember 1974 og var hann þá kominn með Parkinsons-veiki.
Bækur sem til eru á Bókalind eftir Þórberg eru: