Verðbréf og áhætta

Hvernig er best að ávaxta peninga

Í bókinni er fjallað um innlend skuldabréf og hlutabréf, erlend verðbréf og verðbréfasjóður. Þar er að finna upplýsingar um íslenskan og erlendan verðbréfamarkað, auk skilgreininga og skýringa.

Kjarni bókarinnar er að finna í köflunum sem fjalla um ávöxtun og áhættu. þar er sett fram á aðgengilegan hátt ein helsta kenning fjármálafræðinnar um það hvernig best er að ávaxta peninga í verðbréfum.

Í síðasta hluta bókarinnar eru settar fram hagnýtar aðferðir sem einstaklingar geta notað til að skipuleggja sparnað sinn og ávaxta hann sem best. Í viðauka er orðalisti með yfir 140 skilgreingum og einnig er fjöldi formúla settur fram með einföldum dæmum. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Verðbréf og áhætta er skipt niður í 7 kafla + viðauki, þeir eru:

  • Skuldabréf (bls. 1-43)
  • Hlutabréf (bls. 43-85)
  • Hvernig á að meta áhættu? (bls. 85-101)
  • Að vega saman ávöxtun og áhættu (bls. 101-115)
  • Erlend verðbréf (bls. 115-137)
  • Verðbréfasjóðir (bls. 137-165)
  • Hvernig er best að ávaxta peninga? (bls. 165-198)
  • Viðauki
    • Orðalisti með skýringum
    • Atriðaskrá
    • Heimildaskrá
    • Formúlur
    • Vaxtatöflur
    • Töflur um reglulegan sparnað

Ástand: gott, bæði innsíður og kápa

Verðbréf og áhætta - VÍB

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,520 kg
Ummál 18 × 2 × 21 cm
Blaðsíður:

vii, [1], 237 +myndir +kort +línurit +töflur

ISBN

9979911905

Kápugerð:

Mjúk kápa

Útgefandi:

VÍB (Verðbréfamarkaður Íslandsbanka hf.)

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1994

Höfundur:

Ásgeir Þórðarson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Jóhanna Ágústa Sigurðardóttir, Margrét Sveinsdóttir, Sigurður B. Stefánsson, Vilborg Lofts

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Verðbréf og áhætta – Uppseld”