Ævars saga Kvarans
Ævar R. Kvaran var um hálfrar aldar skeið einn dáðasti leikari landsins, söngvari, rithöfundur og skeleggur baráttumaður fyrir fagurri framsögn íslenskrar tungu. Hann er fjölhæfur maður, hefur víða komið við á langri ævi, kynnst mörgu fólki og gefið gaum að lífi þess og örlögum. Minningar hans leiftra af málssnilld og sjaldgæfri frásagnargleði.
Ævar segir frá bernsku sinni í Bergstaðastrætin, knattspyrnuferli, ástum og æskudögum, frama fullorðinsáranna, kjarnmiklu fólki, fyrsta miðilsfundinum, kynnum af Hafsteini miðli, lækningum að handan og hvernig það vildi til að hann ákvað í broddi lífsins að helga líf sitt öðrum
Í sögu hans stíga ljóslifandi fram á sviðið frægir leikarar og listamenn. Þjóðkunnir stórbokkar og stjórnmálamenn, gleðimenn og góðar konur, undirheimafólk og smælingjar þjóðfélagsins.
Saga hans er lýsing aldarfarsins, örlagaþættir úr lífi hans sjálfs og samferðafólksins, þar sem mannlegar ástríður, ágirnd, valdafíkn og þorstinn eftir fræð og metorðum eiga í eilífri baráttu um sálina við göfuglyndi og góðfýsi, bræðraþel og umhyggju fyrir öðrum. (Heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Ævar saga Kvarans eru 12 kaflar +viðaukar, þeir eru:
- Bernskudagar í Bergstaðastræti
- Á vori lífs
- Árin mín í Iðnó
- Manndómsár
- Hugboð
- Ég hleypi heimdraganum
- Litbrigði mannlífs
- Frá Reykjavík til Hollywood
- Þú átt aðeins það sem þú hefur gefið
- Musteri íslenskrar tungu
- Degi hallar
- Hinsta baráttan
- Viðaukar
- Hlutverk í Þjóðleikhúsi
- Leiklistarstörf í Hljóðvarpi
- Hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur
- Ritstörf
- Nokkur ártöl í lífi Ævars R Kvarans
- Nafnaskrá
Ástand: gott, innsíður góðar
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.