Mannasiðir og umgengnisvenjur
Fjölfræðibækur barna og unglinga
Bókin Mannasiðir og umgengnisvenjur er samin handa börnum. Í henni er farið yfir víðan völl mannasiða og til að mynda sagt: „Ef þið haldið öllu hreinu og í röð og reglu, líður ykkur vel.“ „Þið eigið að sitja bein við borðið og hafa olnboga að síðum meðan matast er, og ljúkið alltaf af diskinum.“ „Verið alltaf kurteis þegar þið biðjið um eitthvað eða takið við einhverju. Orðin sem þið eigið að nota eru „gerðu svo vel“ og „þakka þér fyrir.““. (Heimild: MBL, 12. jan. 1996)
Bókin Mannasiðir og umgengnisvenjur er skipt niður í 20 kafla, þeir eru:
- Við erum ekki ein …
- Heima
- Allt í röð og reglu
- Vatn og sápa
- Afmælisveisla
- Heimboð og kortaskreytingar
- Falinn fjársjóður!
- Tertur og kökur
- Diskar og hnífapör
- Hello, bonjour, buenas dias!
- Thank you, merci, gracias!
- Vinátta
- Lygarar eru með langt nef
- Opnið og takið þátt í Siðaleiknum
- Froskaprinsinn
- Fyrr og nú
- Blúndur og knipplingar
- Móðir náttúra
- Burt með brynjuna!
- Starfróf mannasiða
Ástand: innsíður góðar og kápan góð.