Fuglahandbókin
Greiningarbók um íslensa fugla
Fyrsta íslenska greiningarbókin með litmyndum af nær öllum íslenskum verpfuglum, far- og vetrargestum og algengustu flækingsfuglum. Helstu einkenni hverrar tegundar eru dregin fram á einfaldan hátt í máli og myndum.
Fjallað er um 110 fuglategundir og eru litmyndir af meginþorra þeirra, er sýna m.a. fjaðrabúning efgtir kynferði, aldir og ártstíðum. Við gerð bókarinnar var tekið mið af bestu fuglahandbókum með ljósmyndum sem gefnar hafa verið út erlendis, en þetta form er nýjung í gerð greiningarbóka um fulga. Á sérstökum skýringarmyndum er vísað á helstu greiningareinkenni hverrar tegundar. Hnitmiðaður texti og gnótt myndefnis gera fbókina einstæða sem handbók til greina íslenska fugla.
Efnisyfirlit, bókin Fuglahandbókin er skipt niður í 22 kafla, þeir eru:
- Um aðföng ljósmynda
- Um notkun bókarinnar
- Hvað flýgur þarna?
- Örnefni á fugli
- Myndir við kaflaskipti
- Kort og myndir af búsvæðum sjófugla
- Greiningar á fuglum í orðum og með myndum
- Sjófuglar
- Vaðfuglar
- Mávar, kjóar og þernur
- Dúfur
- Andfuglar (vatnafuglar)
- Hænsnafuglar
- Ránfuglar og uglur
- Spörfuglar
- Heiti fugla á ellefu tungumálum
- Íslenskt rit um fuglafræði
- Ýmislegt efni um fuglafræði
- Skrá yfir ljósmyndara
- Friðun fugla
- Heiti fugla á íslensku og latínui
- Flokkun fugla í bókinni
Ástand: gott, innsíður góðar
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.