Hornstrendingabók

Þetta er glæsilegt verk um hið sérstæða samfélag sem var við lýði á Hornströndum, lítið breytt um aldir. Höfundur gerþekkti það og var svo lánsamur að  færa lýsingu á því í letur áður en fór að halla undir fæti á 20. öld. Bindin þrjú heita svo: Land og líf, Baráttan við björgin og Dimma og dulmögn. Í fyrsta bindi lýsir höfundur staðháttum, rekur sögu samfélagsins og greinir frá mönnum og málefnum, í öðru bindi segir hann frá fuglabjörgunum og sókn í þau og í hinu
þriðja rekur hann þjóðsögur og sagnir. Yfir verkinu öllu hvílir dulúð og þokki sem heillar lesandann.

Þessi útgáfa er Örn og Örlygur og er frá árinu 1976 eldri útgáfan kom út árið 1943 hjá Þorsteinni M. Jónssyni. Þessi önnur útgáfa er nokkuð frábrugðin þeirri fyrstu eða eins og Þórleifur Bjarnason segir: „Í formála fyrri útgáfu er þess getið, að erfitt var um öflun heimilda úr söfnum, þegar frá henni var gengið. Smávægilegar villur hafa því komið í ljós, og er nú reynt að bæta þar um. Ýmislegt er mér betur kunnugt nú en mér var þá, svo að á nokkrum stöðum hefur verið bætt við texta og fyllri frásögn gefin. Þá eru hér fjórir kaflar, sem ekki voru í fyrri útgáfu. Þeir eru: Hvalveiðar, Mótorbátaútgerð í Sléttuhreppi, Fiskimið Aðalvíkinga og síðast sagnaþátturinn, Rauður logi í Rekavík.“

Efnisyfirlit: 1. bindi Land og líf

  • Á hala veraldar
  • Vörður og vörðubrot
  • Samgöngur og viðskipti
  • Til lands og sjávar
    • Hvalveiðar
    • Mótorbátaútvegur í Sléttuhreppi
    • Fiskimið Aðalvíkinga
  • Menning og menningarhættir
  • „Hið mikla geymir minningin“
    • Hermann á Sléttu og Sturla í Görðum
    • Hesteyrarbændur og Hannes á Látrum
    • Albert á Hesteyri
    • Heimildir

Efnisyfirlit: 2. bindi Baráttan við björgin

  • Fuglinn kemur að
  • Á brún
  • Fuglinn bíður
  • Hönd bjargsins
    • Slys í Hornbjargi
    • Bræðurnir á Atlastöðum
    • Fórst af steinkasti
    • Forsjárlaust kapp
    • Segir fátt af einum
    • Þegar feigðin kallar
  • Slys í Hælavíkurbjargi
    • Friðrik Árnason ferst
    • Skipreiki undir bjargi
    • Misskilin merki
    • Bjargið þyrmir engum
    • Vörnin bilar
    • Seinasta slysið
  • Ný vörn
  • Heimildir

Efnisyfirlit: 3 bindi Dimma og dulmögn

  • Forspjall
  • Þjóðsögur og þættir (bls. 418-573)

Ástand: gott

Hornstrendingabók - Þórleifur Bjarnason

kr.4.500

Ekki til á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 1,1 kg
Ummál 15 × 6 × 22 cm
Blaðsíður:

Öll 3 bindin bls. 608 + myndir +kort +Nafnaskrá: bls. 577-595 (3. bindi) +Skrá hluta og athafna: bls. 597-600 (3. bindi)

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni og í öskju

Útgefandi:

Örn og Örlygur

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1976 / 1943 (fyrsta útgáfa hjá Þorsteinn M. Jónsson)

Ljósmyndir:

Finnur Jónsson, Hjálmar R. Bárðarson

Höfundur:

Þórleifur Bjarnason

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Hornstrendingabók – Uppseld”