Heilsugæsla heimilanna

Í bókinni veita 537 læknar og sérfræðingar ráð og benda á aðferðir til að lækna 138 algenga kvilla og sjúkdóma, t.d. 18 aðferðir til að vinna gegn appelsínuhúð og jafnmargar til að losna við fótsveppi og hemja gyllinæð, 23 ráð til að draga úr brjóstsviða, 27 leiðir til að halda kólesteróli niðri, 15 leiðir til að draga úr einkennum ofnæmis, 20 linandi ráðleggingar gegn þvagleka, 22 leiðir til að komast upp úr þunglyndislægð o.fl. o.fl.

Mörg, gömul, einföld húsráð eru í heiðri höfð og jafnframt er bent á ýmis lyf, bæði lausasölulyf og lyfseðilsskyld. Aðaláhersla er lögð á að fólk geti á einfaldan hátt læknað sig sjálft af ýmsum krankleika og oft þurfi það ekki að leita lengra en í eldhúsið eða baðherbergisskápinn eftir meðulum, sem gagnist til að fá bót meina sinna. Ennfremur er leiðbeiningar varðandi mataræði og líkamsæfingar til heilsubótar.

Metsölubók í Bandaríkjunum

Að sögn Jóhannesar Guðmundssonar hjá Sérútgáfunni hefur bókin slegið sölumet í Bandaríkjunum. Þar var hún gefin út 1990, tveimur árum síðar hafði hún selst í 5 milljónum eintaka og í maí sl. var talan komin upp í 15 milljónir.

Bókin hefur ekki áður verið gefin út utan Bandaríkjanna. Jóhannes taldi að útgáfa hennar hér myndi efalítið losa lækna undan smávægilegu kvabbi sjúklinga, en því færi víðs fjarri að henni væri ætlað að letja fólk til að leita læknis.

Læknabókin ­ heilsugæsla heimilanna er 688 blaðsíðna uppflettibók. Hver kafli fjallar um eitt tiltekið vandamál og aftast í hverjum kafla eru nöfn og starfsheiti sérfræðilegra ráðunauta.

KVEF ­ Í bókinni eru kenndar 29 leiðir til að flýta fyrir bata. M.a. er ráðlagt að taka inn C-vítamín, sjúga zinktöflur, klæða sig vel, borða rétta fæðu og fara í heitt bað. (heimild: mbl.is 10. September 1994)

Ástand: gott, innsíður góðar, nafnamerk á saurblaði

kr.700

1 á lager