Ólafur Thors – Ævi og störf I og II bindi
Ólafur Thors er „hinn pólitíski sjarmör“ í minningu margra, ekki síður andstæðinga en samherja, og ýmsir töldu hann snjallasta stjórnmálaforingjann á Norðurlöndum um sína daga. Hann var mjög ákveðinn og harður baráttumaður, þegar því var að skipta, og samtímis dáður langt út fyrir raðir eigin flokks og átti nána vini í hópi þeirra sem hann þurfti mest við að kljást.
Ólafur Thors var í forystusveit íslenskra stjórnmála þann aldarþriðjung sem viðburðaríkastur hefur orðið í Íslandssögunni. Þá var stundum deilt svo hart, að því var líkt við stríð Sturlungaaldar. En á þessum tíma var einnig stofnað lýðveldi og unnið að margvíslegri umbótamálum en dæmi voru til áður í landinu.
Bók Matthíasar Johannessens er saga Ólafs Thors. En hún er jafnframt stjórnmálasaga landsins þann tíma sem Ólafur starfaði. Hún byggir mjög á heimildum frá honum sjálfum, þ.e. einkabréfum og minnisblöðum hans sjálfs, og hefur fæst af því komið fyrir almenningssjónir áður. Svo er t.a.m. um sjólin um stofnun lýðveldis, Keflavíkursamninginn 1946, forsetakosningarnar 1952, myndanir ríkisstjórna, einkasamtöl við stjórnmálamenn o.s.frv. jafnfram er stuðst við fjölda annarra heimilda og heimildarmanna úr hópi þeirra sem þekktu Ólaf, og hefur Ingibjörg Thors, kona Ólafs, lagt þar mest af mörkum
Verkið er í tveimur bindum í öskju
Ástand: gott bæði innsíður, bókbandsefni og askja
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.