Muggur ævi hans og list
Frábær bók um Mugg sem heitir fullu nafni Guðmundur Pétursson Thorsteinsson (5. september 1891 – 24. júlí 1924). Fæddur á Bíldudal sonur athafnamannsins Péturs J. Thorsteinssonar og Ásthildar Guðmundsdóttur. Guðmundur fluttist til Danmerkur árið 1903 12 ára gamall með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar. Muggur stundaði listnám sitt í Danmörku í Det Kongelige danske Kunstakademi í Kaupmannahöfn árin 1911-1915, en hann fór víða í námsferðum sínum, meðal annars til Þýskalands, Bandaríkjanna og Ítalíu. Muggur var aðeins 32 ára gamall þegar hann andaðist úr berklum á heilsuhælinu í Søllerød.
Verkið segir ævi hans og list og eru myndir bæði af hans verkum
Bókin Muggur ævi hans og list eru 15 kaflar, þeir eru:
- Inngangur
- Dagur á Bíldudal
- Umhverfi og æskumótun
- Við Kóngsins Nýjatorg
- Lífið er indælt
- Í „Myllunni“ á Kristjánsey
- Lögheimili: Í reyksalnum á Botníu
- Sveitarómantík í Sætersdal
- Tindilfætt er lukkan
- Skin og skuggar
- Vor í Siena
- Á hrjóstugum vegum heima
- Myrkur á miðju degi
- Myndaskrá
- Eftirmáli
- Nokkrar ljósmyndir varðandi ævi Guðmundar Thorsteinssonar
Ástand: Gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.