Pocahontas: Vetrarferðin

Lífið gekk sinn vanagan hjá fólkinu hennar Pocahontas. Að áliðnu hausti var tímabært fyrir þorpsbúa að færa sig yfir í vetrarbækistöðvarnar. Á leiðinni rakst Pocahontas á dádýraskálf sem var viti sín fær af hræðslu og hungri. Þá tók Pokahontas til sinna ráða?  (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Byggt á Disney kvikmyndinni Pocahontas (1995).  Myndin er byggð á Pocahontas sem var fædd 1596 og lést í mars 1617 . Pocahontas, fædd undir nafninu Matoaka og síðar þekkt undir nöfnunum Amonute og Rebecca Rolfe, var amerísk frumbyggjakona sem varð fræg fyrir samskipti sín við evrópska landnema í bresku nýlendunni Jamestown í Virginíu og fyrir stuðla að friði milli þeirra og frumbyggjanna. Árið 1613 handsömuðu Englendingar Pocahontas og héldu henni gegn lausnargjaldi. Á meðan hún dvaldi með Englendingunum snerist Pocahontas til kristni og tók upp nafnið Rebecca. Þegar henni bauðst að snúa heim til þjóðar sinnar ákvað hún að vera heldur áfram með Englendingunum. Í apríl árið 1614, þegar hún var 17 ára, giftist Pocahontas tóbaksræktarmanninum John Rolfe. Hjónunum fæddist sonurinn Thomas Rolfe í janúar árið 1615. Árið 1907 kom út 5 centa frímerki með mynda af Pocahontas og varð hún fyrsti einstaklingur af frumbyggjum BNA til að fá þann heiður að vera á frímerki. (Heimild: Wikipedia )

Ástand: gott

Pocahontas Vetraferðin - Disneybók

kr.400

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,192 kg
Ummál 16,5 × 0,7 × 24 cm
Blaðsíður:

33 +myndir

ISBN

9789935134295

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Pocahontas: The winter journey

Útgefandi:

Edda útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2019

Íslensk þýðing

María Þorgeirsdóttir

Höfundur:

Walt Disney (byggð á raunverulegu sögu um Pocahontas f. 1596 )