Fimm í fjársjóðsleit
Félagarnir fimm ætla að eyða sumarleyfinu sínu í sveit. Þau ætla að dveljast á Finnsborgarbýlinu sem dregur nafn sitt af gömlum kastalarústum frá tímum Normana. Þegar þau koma á býlið er þeim tekið með kostum og kynjum. Fullorðna fólkið tekur þeim vel en Hinnarnir og afi gamli eru ekki ýkja hrifnir af gestunum og þau eru ekki einu gestirnir á býlinu. Býlið er allt í niðurníðslu og fátt virðist benda til þess að þetta verði skemmtilegt sumarleyfi. En eins og alls staðar þar sem krakkarnir eru gerast ævintýri. Áður en langt er um liðið eru þau komin í æðisgengið kapphlaup við fégráðuga fornminjasafnara í leit að fólgnum fjársjóð.
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.