Saga býflugnanna
England 1852: William rífur sig upp úr þunglyndi til að hanna býflugnabú sem halda á nafni ættarinnar á lofti um ókomna tíð.
Bandaríkin 2007: George stritar við býflugnaræktina og reynir að hundsa ógnvekjandi fréttir frá starfssystkinum sínum sunnar í landinu.
Kína 2098: Tao vinnur við að handfrjóvga ávaxtatré en dreymir um betra líf fyrir son sinn. Svo verður óhappið …
Í Sögu býflugnanna fléttast þrír grípandi þræðir saman í þétta frásögn sem snýst í senn um margslungin sambönd fólks og samspil manns og náttúru. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.