Pétur Ben ævisaga
Pétur Benediktsson (1906–1969) setti á sinni tíð mikinn svip á íslenskt þjóðlíf. Hann var sonur þjóðskörungsins Benedikts Sveinssonar og bræður hans létu mjög að sér kveða: Sveinn í sjávarútvegi og Bjarni í stjórnmálabaráttunni. Um Pétur spunnust ótal sögur enda sópaði að honum og gamansemi hans var þjóðkunn.
Að loknu námi gerðist Pétur frumherji í utanríkisþjónustu hins unga lýðveldis. Hann var einatt á örlagaríkum tímum á hverjum stað – hann var í Madríd á Spáni þegar borgarastyrjöldin geisaði, í London þegar Þjóðverjar létu rigna sprengjum á borgina og í Moskvu á miðjum Stalínstímanum. Hann ferðaðist um stríðshrjáð lönd Mið- og Austur-Evrópu upp úr seinna stríði og gerði viðskiptasamninga. Á eftirtstríðsárunum í París tók hann þ.átt í að útfæra Marshall-aðstoðina. Eftir að heim kom varð Pétur bankastjóri Landsbankans og síðar þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Jakob F. Ásgeirsson notar hér ýmsar heimildir sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjónir, þar á meðal bréf sem fóru á milli bræðranna, Péturs og Bjarna. Um leið og lesandinn kynnist hér skemmtilegum og svipmiklum manni gefst ómetanleg innsýn í íslenska stjórnmálasögu og tíma þegar nútímasamfélag var að mótast hér á landi.. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Pétur Ben ævisaga eru 15 kaflar + viðaukar, þeir eru:
- Unga Ísland 1906-19*19
- Órættir draumar – harðvítug stjórnmálabarátta 1919-1930
- Suður við Eyrarsund 1930-1939
- Sendiherra í London 1939-1944
- Sendur til Moskvu 1942-0944
- Sendiherra í Moskvu 1944-1945
- Í leit að viðskiptum 1945
- París – Prag – Varsjá – Moskva 1946-1947
- Sendiherra í París 1948-1956
- Með pennann að vopni 1956-1961
- Bankastjóri Landsbankans 1956-1969
- „Marbendill og Farísei“
- Alþingismaður 1967-1969
- Andlát og eftirmæli
- Framættir Péturs Benediktssonar
- Viðauki
- Tilvísanir
- Heimildaskrá
- Nafnaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.