Vopnin kvödd
Vopnin kvödd er eitthvert þekktasta verk Ernest Hemingways, sem frægari hefur orðið öðrum bandarískum skáldsagnahöfunum á þessari öld. Sagan gerist á Ítalíu á árum fyrri heimsstyrjaldar og er í senn beisk úttekt stríðsins og mögnuð ástarsaga. Áhrifamagn hennar liggur framar öllu í því, með orðum Halldórs Laxness, „hvernig höfundur hennar kann að brýna án afláts hugtak ástarinnar með hugtaki dauðans“.
Vopnin kvödd í þýðingu Halldórs Laxness kom fyrst út hjá Máli og menningu árið 1941 og vakti mikla athygli. Hún var endurútgefin 1977 og kemur nú út í þriðja sinn í tilefni 50 ára afmælis bókmenntafélagsins. (Heimildir: bakhlið bókarinnar)
Ástand: innsíður og kápa góð, nafn skrifað á saurblað.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.