Vopnin kvödd
Hún hafði dásamlega fallegt hár og stundum lá ég kannski kyrr og var að horfa á hana festa það í birtunni sem lagði innum opnar dyrnar og það glitraði jafnvel á nóttunni eins og vatn glitrar stundum rétt áður en komin er full dagsbirta. Hún hafði yndislegt andlit og líkama og yndislega mjúka húð líka. Stundum þegar við lágum saman þá kom ég kannski við kinnarnar á henni og ennið á henni og fyrir neðan augun á henni og hökuna á henni með fingurgómunum og sagði „slétt eins og píanónótur“, og þá strauk hún mér kannski um hökuna með einum fingri og sagði „slétt eins og sandpappír og fer illa með píanónótur“.
Vopnin kvödd er eitthvert þekktasta verk Ernest Hemingways, sem frægari hefur orðið öðrum bandarískum skáldsagnahöfunum á þessari öld. Sagan gerist á Ítalíu á árum fyrri heimsstyrjaldar og er í senn beisk úttekt stríðsins og mögnuð ástarsaga. Áhrifamagn hennar liggur framar öllu í því, með orðum Halldórs Laxness, „hvernig höfundur hennar kann að brúna án afláts hugtak ástarinnar með hugtaki dauðans“. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.