Taxi

101 saga úr heimi íslenskra leigubílstjóra

Leigubílstjórar verða vitni að ólíkgustu uppákomum á ferðum sínum; inn í bílnum eiga sér stað atvik sem sýna og sanna að margbreytileiki mannlífsins er næsta óendanlegur. Í vinnunni horfa þeir upp á eymd og sorgir, glæpi og geðveiki en einnig gleði og hamingju, að ógleymri óbeislaðri ástríðu og ýmsum furðum sem engin leið er að átta sig á. Þá eru enn ótalin öll litlu, hvunndagslegu atvikin, sem láta ekki mikið yfir sér þegar þau gerasst en greypast í minnið engu að síður.

Í bókinni er að finna 101 sögur úr sagnabrunni 31 leigubílstjóra. Hér segir meðal annars af dópsölum með borvél, manni sem vildi leggja sig fyrir fimmþúsundkall, nakinn konu við blokk í Breiðholti, laumufarþega sem dvaldi heila viku í bílnum, þremur Hollywoodleikkonum í feluleik og leigubílstjóra sem sparkaði reglulega í gamlan mann.

Ævar Örn Jósepsson safnaði sögum og sat tímunum saman með leigubílstjórum af öllu tagi og á öllum aldri sem voru sammála um eitt: Það gerist allur andskotinn í leigubílum. Það er engin takmörk. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Taxi, 101 saga úr heimi íslenskra leigubílstjóra er ekki skipt  niður í kafla heldur eftir sögum sem ekki eru í röð eftir bókstöfum, dæmi um sögur:

  • Hnífurinn í skónum
  • Ferð án fyrirheits – en með nesti
  • Kona á hvítum pels
  • Örlagatúrinn
  • Black og Decker
  • Lögmál Murphys
  • Þú ert kexruglaður
  • Yfir heiðina

Ástand: gott, innsíður og kápa góð

Taxi 101 saga úr heimi íslenskra leigubílstjóra - Ævar Örn Jósepsson

kr.800

1 á lager

Vörunúmer: 8501854 Flokkur: Merkimiðar: , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,720 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

239

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Almenna bókafélagið

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2002

Hönnun:

Ragnar Helgi Ólafsson (kápuhönnun)

Höfundur:

Ævar Örn Jósepsson