Svo fögur bein
Á leið heim úr skóla mætir Susie Salmon, fjórtán ára gömul stúlka, morðingja sínum, og frá himnaríki fylgist hún með fjölskyldu sinni og vinum takast á við reiði, sorg og söknuð. Öll reyna þau á sinn hátt að afbera hina skelfilegu martröð. Hér spinnur höfundur spennandi söguþráð úr sársaukafullu efni sem rígheldur lesandanum allt til loka. Þetta er undraverð bók sem sýnir tilveruna frá óvenjulegu sjónarhorni. Hún hlaut ABBY-verðlaunin 2003 – verðlaun breskra bóksala. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott laus við allt krot og nafnamerkingu






Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.