Saga Akureyrar 1863-1905 II. bindi
Kaupstaðurinn við Pollinn
Saga Akureyrar – 2. bindi er skráð af Jóni Hjaltasyni sagnfræðingi. Verk þetta er II. bindi og nær frá tímabilinu 1863-1905. Í heild eru 5 bindi
Sagan er stórvel skrifuð og langfremst slíkra rita sem mörg hafa séð dagsins ljós á undanförnum árum. Þessi bók er mikil veisla. Hún skiptist í fjóra megin hluta. Á þessum tíma er bærinn að breytast í alvörukaupstað, sú breyting verður á þessum tíma að selstöðukaupmennirnir dönsku týna tölunni og bæjarbúar taka sjálfir að reka sínar verslanir. Önnur breyting sem verður á þessum tíma er að Akureyri verður mikill útgerðarbær, þeir fara að gera út á síldina og miðin eru úti á Pollinum en í kjölfarið verða til peningar sem opna mönnum margvíslega möguleika, m.a. spretta upp veitingastaðir og skemmtanafíkn Akureyringa fer vaxandi.
Bókin Saga Akureyrar 1863-1905 II. bindi er skipt í fjóra megin hluta, þeir eru:
- Annáll: Stiklað á stóru frá 1863 til 1905
- I. hluti Við Pollinn (2 kaflar)
- II. hluti Kaupstaðurinn mótast (3 kaflar)
- III. hluti að verða Akureyringur á ofanverðri 19. öld og byrjun hinnar tuttugustu
- IV. hluti Að vera Akureyringur á ofanverðri 19. öld og byrjun hinnar tuttugustu (6 kaflar)
- Niðurlag
- Hugleiðingar og samantekt
- Nokkrar leiðréttingar og viðaukar við 1. bindi
- Heimildaskrá
- Mannanöfn í meginmáli
- Mannanöfn í myndartexta
- Myndaskrá
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.