Óskar og Helga
Sagan er byggð á kvikmyndinni Óskar og Helga eftir Þorfinn Guðnason.
Óskar hagamýs neyðist til að leita inn í heimkynni mannanna þegar hann verður uppiskroppa með vetrarforðann. Hann lifir við allsnægtir en háski vofir yfir við hvert fótmál. Um vorið laumast kvenmúsin Helga úr rabarbaragarðinum inn í búrið til Óskars. Þau hittast í músagildrunni en sleppa út fyrir einskæra heppni og framtíðin blasir við björt og fögur. Þó íslenska hagamúsin sé stærsta hagamús í heimi er hún afar smá fyrir fótum manna og dýra eins og Óskar fær að kenna á.
Þetta heillandi ævintýri hrífur okkur inn í smáveröld hagamúsa þar sem ástin blómstrar og hver einstaklingur skiptir máli, rétt eins og í heimi mannanna.
Gunnar Gunnarsson skráði söguna með hliðsjón af kvikmynd Þorfinns Guðnasonar sem sýnd hefur verið í sjónvarpi víða um heim við miklar vinsældir. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.