Með góðu eða illu
Af algerri tilviljun komast Dicte Svendsen og vinkona hennar hjá bráðum bana þegar tvær sprengjur springa í miðborg Árósa, önnur í sólbaðsstofu þar sem þær ætluðu að hittast og hin í bifreið umdeilds stjórnmálamanns. Í annarri sprengingunni ferst ung, fötluð kona og rannsókn á vettvangi beinir grun að syni Dicte sem er nýsloppinn úr fangelsi. En hann er horfinn, sporlaust. Leitin að honum leiðir Dicte á ókunnar háskaslóðir í nútíð og fortíð. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott laus við allt krot og nafnamerkingu
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.