Litla hafmeyjan
Disney ævintýri
Litla hafmeyjan Aríel bjargar Eiríki prinsi úr sjávarháska og verður ástfanginn af honum. En hann er mennskur og hún hafmeyja og konungurinn faðir hennar hefur bannað öll samskipti við mannheima. Aríel leitar í örvætningu sinni til sænornarinnar og gerir við hana samning með skelfilegum afleiðingum!
Litla hafmeyjan (enska: The Little Mermaid) er bandarísk Disney-kvikmynd frá árinu 1989. Myndin byggir á samnefndri sögu eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen. (heimild: Wikipedia)
Ástand: gott, innsíðurnar góðar.







