Lítil prinsessa
Sara Crew var sjö ára, dáð og elskuð og hinum auðuga föður sínum. Hún fæddist á Indlandi en átti að menntast á Englandi í „Skóla fröken Minchin fyrir ungar dömur.“ Hún kemur með fullar kistur af glæsifatnaði og dýrum munum og verður að þola öfund nemenda sem kallar hana „litla prinsessu“ í háðungarskyni. Hún saknar föður síns og huggar sig við þá ímyndun að hún sé í raun prinsessa sem geti liðsinnt hinum fátæku og lítilsvirtu. Faðir hennar tapar aleigunni og deyr örsnauður. Hagir hennar breytast – hún hírist á háalofti og hálfsveltur, og það verður æ erfiðara að viðhalda ímynduninni. Síðan breytist hagur hennar aftur eins og fyrir kraftaverk.
Sagan af Söru hefur heillað kynslóðir síðan hún kom fyrst úr árið 1905 og á enn eftir að gera. Hún er óvenjuleg, skrifuð af miklu innsæi og hefur mikið uppeldislegt gildi. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
—-
Höfundur bókarinnar Frances Eliza Hodgson Burnett (24. nóvember 1849- 29. október 1925) hún er fædd í Manchester á England. En eftir lát föður hennar, þá flutti fjölskyldan hennar til Bandaríkjana, þá 4 ára gömul. Hún skrifaði söguna fyrst í formi smásögu, sem varð síðar að leikriti og þá að skáldsögu. Kvikmyndir hafa verið gerðar eftir sögunni, þar sem m.a. Shirley Temple fór með hlutverk Söru, en karakterinn hefur heillað kynslóðir síðan hún kom fyrst út og er Lítil prinsessa ein vinsælasta barnabók allra tíma. Hún skrifaði sögur fyrir tímarit til þess að létta undir með efnalítilli fjölskyldu sinni en í seinni tíð byrjaði hún að skrifa bæði leikrit og skáldsögur. Hennar frægustu verk eru bækurnar Lítil prinsessa (1905) og Leynigarðurinn (1911).
Ástand: gott