Leyndardómur býflugnanna
Sögusvið þessarar bókar er Suður-Karólína í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar. Lily Owens er fjórtán ára stúlka sem býr á bóndabæ með kaldlyndum föður sínum. Þegar Lily var fjögurra ára dó móðir hennar á sviplegan hátt þegar voðaskot hæfði hana. Minningar Lilyar um atburðinn eru óljósar en svo virðist sem Lily hafi hleypt skotinu af .
Við lát móðurinnar gengur Rosaleen, sem er stolt og hjartahlý blökkukona, Lily í móðurstað. Á leið á kjörstað til að nýta nýfenginn kosningarétt er Rosaleen stungið í fangelsi af þremur kynþáttahöturum. Lily ákveður að bjarga fóstru sinni úr fangelsinu. Leggja þær nú á flótta og ferðast um þvera Karólínu.(Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.