Leifur heppni
Ævintýramenn og landkönnuðir
Heimsmynd okkar hefur stöðugt verið að breytast og þekking að aukast. Það er ekki síst að þakka hópi ævintýramanna og ofurhuga sem dreymdi um að komast út fyrir eigin túngarð og höfðu dug til þess að láta draum sinn rætast.
Ævintýralegar sagnir af ferðum margra landkönnuða hafa sem betur fer varðveist og nú hafa nokkrar þeirra verið endursagðar og ríkulega myndskreyttar í bókaflokknum Ævintýramenn og landkönnuðir. Þetta er fróðlegar og skemmtilegar bækur sem segja frá ferðum þekktra manna meðal framandi þjóða. Útgáfan sem ætluð er stálpuðum börnum er sérlega vönduð, í öllum bókunum eru skýringarkort, orðaskýringar, tímatal og atriðisorðaskrá.
Leifur heppni og faðir hans, Eiríkur rauði, eru þekktustu landkönnuðir Íslandssögunnar. En fyrir hvað eru þeir þekktir? Hér segir frá ferðum þeirra um úfið og ógnandi Atlantshafið fyrir um 1000 árum, landafundum, skipakosti, hýnbýlum og lifnaðarháttum bæði til sjós og lands. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Leifur heppni er skipt niður í 18 kafla, þeir eru:
- „Vestur um haf“
- Langskip víkinga
- Sjómennska
- Á valdi Ægis
- Eiríkur rauði nemur Grænland
- Grænlenskt samfélag
- Nýtt land í vestri
- Leifur Eiríksson siglir
- Hrjóstrugar strendur Labrador
- Landið þar sem vínviðurinn vex
- Landnemarnir koma
- Barist við frumbyggja
- Sögulok
- Orðskýringar
- Tímatal
- Viðauki
- Atriðisorðaskrá
Ástand: gott bæði innsíður og kápa.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.