Kristján Eldjárn ævisaga
Í hugum Íslendinga er ljómi yfir minningu Kristjáns Eldjárns. Hann sat á forsetastóli í tólf ár og mótaði æðsta embætti þjóðarinnar í anda nýrra tíma. Honum tókst að sameina íslenskan alþýðleika og látlausa reisn í þeim mæli að aðdáun vakti.
Menn minnast þó ekki síður vísinda- og fræðimannsins Kristjáns Eldjárns sem kunni flestum öðrum betur að mila fróðleik sínum til fjöldans. Í starfi þjóðminjavarðar lagði hann Þjóðminjasafn Íslands að kröfum nútímans, og margar merkustu fornleifarannsóknir hér á landi tengjast starfsævi hans á safninu. Kristján varð snemma vinsæll fyrir bækur sínar, fyrirlestra og sjónvarpsþætti, enda var það metnaðarmál hans að fjalla um fornleifar af nákvæmni og skýrleika, og segja svo fjörlega frá að áheyrendur létu heillast. með þann metnað að leiðarljósi tókst honum öðrum fremur að gera íslenskar þjóðminjar að raunverulegri þjóðareign. Allt þetta varð til þess að í forsetakosningunum 1968 var hann kjörinn með meiri yfirburðum en áður höfðu þekkst. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Kristján Eldjárn ævisaga eru 8 kaflar og viðauki, þeir eru:
- Að hlæja hafísinn í burtu
- Þegar lífið var einfalt
- Í ríki skólameistara
- að spyrja hina dauðu
- Hollt er heima hvað
- Í skuggasjá fortíðar
- Bóndi á Bessastöðum
- Ævilok
- Viðauki
- Eftirmáli
- Heimildaskrá
- Ritskrá dr. Kristjáns Eldjárns
- Nafnaskrá
Ástand: gott, bæði innsíður og kápa
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.