Krappur lífsdans, ævisaga Péturs H. Ólafssonar

Pétur H. Ólafsson hefur margoft á löngum ferli komist í hann krappan. Lífsdansinn hefur Pétur stigið af festu og öryggi en alltaf verið opinn fyrir ævintýrum og nýrri reynslu.

Pétur missti ungur föður sinn og ólst upp við kröpp kjör í stórum barnahópi í Stykkishólmi og Reykjavík. Hann fór fyrsta túrinn á togara fimmtán ára að aldri og stundaði sjómennsku í áratugi. Þar komst hann í kynni við fjölda forvitnilegra samferðamanna sem hann lýsir af hreinskilni og kankvísi.

Í síðari heimsstyrjöld sigldi Pétur í skipalestum á Norður-Atlantshafi undir geltandi byssukjköftum þýskra herflugvéla og kafbáta. Pétur greindist með krabbamein fyrir nokkru. Í baráttu sinni við þann illvíga sjúkdóm sneiðir hann hjá hefðundnum aðferðum en fer sínar eigin leiðir.

Á efri árum hefur Pétur H. Ólafsson helgað sig af alefli baráttu fyrir málefnum aldraðra og lagt sig fram um að efla félagslíf og dansmennt þeirra. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)

Bókin Krappur lífsdans, ævisaga Péturs H. Ólafssonar hefur ekkert efnisyfirlit.

Ástand: gott

Krappur lífsdans Ævisaga Péturs H Ólafssonar - Jónas Jónasson

kr.1.600

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8502075 Flokkur: Merkimiðar: , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,50 kg
Ummál 16 × 3 × 24 cm
Blaðsíður:

212 +myndir

ISBN

9789979202513

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

Vaka Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1994

Hönnun:

Búi Kristjánsson (kápuhönnun)

Ljósmyndir:

Sigþór H. Markússon (ljósmynd á kápu)

Höfundur:

Jónas Jónsson

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Krappur lífsdans, ævisaga Péturs H. Ólafssonar – Uppseld”