Íslensk speki hefur að geyma eitt þúsund tilvitnanir í samantekt Jónasar Ragnarssonar . Einnig er vitnað í fjölda Íslendinga, lífs og liðna. Höfundur hefur víða leitað fanga, svo sem í bókum, blöðum, tímaritum og á veraldarvefnum. Þetta eru hnitmiðaðar tilvitnanir, flestar frá síðustu áratugum. Meðal efnisflokka eru fegurð, frelsi, gæfa, lýðræði, tími, vinátta og von, svo fátt eitt sé nefnt.
Jónas Ragnarsson er kunnur fyrir bók sína Dagar Íslands, sem kom fyrst út fyrir tæpum áratug. Auk þess er hann höfundur bókanna Íslendingar dagsins og Íslensk hugsun. (Heimild: MBL 24. júní 2003)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.