Í sviptivindum – æviminningar Sigurðar Helgasonar
Það má með sanni segja að ævi Sigurðar Helgasonar hafi verið sviptivindasöm. Hann er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Ungur fór hann að vinna fyrir sér en í brjósti hins unga manns blundaði þrá eftir menntun og frama. Hann fór til náms í Bandaríkjunum og eftir það hóf hann störf sem forstjóri Orku og síðan einnig Steypustöðvarinnar í Reykjavík. Árið 1953 hófust afskipti hans af flugmálum þegar hann kom inn í stjórn Loftleiða á frægum byltingarfundi í félaginu. Hann var síðan í fylkingarbrjósti allt fram til aðalfundar Flugleiða árið 1991. Um árabil var hann forstjóri Loftleiða í New York og átti drjúgan þátt í að byggja upp það stórveldi sem Loftleiðir urðu. Eftir sameiningu Loftleiða og Flugfélags Íslands árið 1973 varð hann einn þriggja forstjóra félagsins, síðan eini forstjóri þess á árunum 1974-1985, en þá varð hann stjórnarformaður Flugleiða. Það gustaði oft í kringum Sigurð Helgason, bæði á Loftleiðaárunum og þá ekki síður á Flugleiðaárunum, ekki síst þegar hann var að stýra félaginu út úr gífurlegum erfiðleikum sem það lendi í um tíma. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Bókin Í sviptivindum ævinminningar Sigurðar Helgasonar eru 9 kaflar, þeir eru:
- Frá vinaminni í Vatnsmýrina
- Í þjónustu Bandaríkjahers
- Í vesturvegi – viðskiptaferill hefst
- Upphaf Loftleiðaævintýrisins
- Loftleiðaævintýrið
- Sameiningin
- Flugleiðir – átök og togstreita
- Erfiðleikar, en árangur að lokum
- Fjölskyldan, ferðalög og áhugamál
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.