Hringur Tankados
Dan Brown er óumdeildur meistari hinnar úthugsuðu spennusögu. Þegar ofurtölva Öryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) nær ekki að lesa úr snilldarlega samsettu dulmálskerfi er kallað á sérfræðinginn Susan Fletcher. Hún kemst að því, sér og valdamönnum Bandaríkjanna til mikillar skelfingar, að NSA er haldið í gíslingu – ekki með vopnum, heldur óleysanlegum dulkóða. Brátt er Susan flækt í mikinn vef lyga og svika. Æsileg frásögn sem sameinar forvitnilegt sögusvið og magnaða framvindu. Eftir höfund Da Vinci lykilsins. (Heimild: Bókatíðindi)
Ástand: gott.