Hálendið í náttúru Íslands

Þessi glæsilega bók er fræðirit handa almenningi, tilraun til að opna sýn á náttúru hálendisins í allri sinni dýrð og örva menn til óbyggðaferða. Frá smæsta blómi til hæstu fjalla lifnar íslenska hálendið á síðum bókarinnar í einstæðu samspili fróðleiks og myndefnis. Höfundur fléttar saman náttúrufræði, bókmenntir, þjóðtrú og sagnfræði og sýnir hvílíkan þjóðararf Íslendingar eiga í ósnortnum víðernum landsins. Þegar við bætast gullfallegar ljósmyndir, kort og töflur verður til ein stórkostlegasta bók sem nokkru sinni hefur komið út á íslensku. Þetta er fjórða bókin í röð stórra náttúrufræðiverka sem öllum er ætlað að vera fræðirit handa almenningi sem þekkja vill landið sitt, Ísland, og vernda það. (Heimild: Bókatíðindi).

Bókin Hálendið í náttúru Íslands eru skipt niður í 3 hluta, með 8 kaflum og undirkaflar, hlutarnir og kaflarnir eru:

  • Arfurinn óvænti
    • Arfurinn óvænti
    • Úr Ymis holdi …
    • Steinar tala …
  • Á vit öræfa
    • Á vit öræfa
    • Hin þögla fjallabyggð
    • Þjóðleiðir og þræðingar
  • Neisti lands og þjóðar
    • Þjóð í álögum
    • Hin þögla fjallabyggð
    • Þjóðleiðir og þræðingar
  • Viðauki
    • Eftirmáli
    • Heimildaskrá
    • Nöfn og atriðisorð

Ástand: Gott, innsíður góðar en lausakápan smá rispuð á bakhlið

Hálendið í náttúru Íslands - Guðmundur Páll Ólafsson - Forlagið 2000

Frekari upplýsingar

Þyngd 3,1 kg
Ummál 25 × 5 × 34 cm
Blaðsíður:

437 +myndir +kort +nöfn og atriðisorð: bls. 428-437

ISBN

9979320885

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi og með hlífðarkápu

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2000

Hönnun:

Guðmundur Guðjónsson (kort), Guðmundur Páll Ólafsson (kort)

Ljósmyndir:

Guðmundur Páll Ólafsson, Arnþór Garðarsson (et. al)

Höfundur:

Guðmundur Páll Ólafsson