Grillað á góðum degi
Nú er útigrill orðið nánast ómissandi tæki á hverju heimili, enda eiga fjölskyldur og vinir oft góðar stundir saman við eldamennsku úti undir berum himni, bæði heima, í sumarbústaðnum og útilegunni. Allir geta tekið þátt í undirbúningnum og hægt er að töfra fram hina ótrúlegustu rétti úr ýmsum hráefnum, svo sem kjöti, fiski, grænmeti, ávöxtum, baunum og pasta. mjög skemmtilegt er að baka brauð á grillinu, t.d. flatbrauð, og einnig alls konar kökur og bökur. Og ekki síst er hægt að nota lokuð grill sem hverja aðra eldavél og búa til á þeim súpur og pottrétti ef svo vill verkast.
Í þessari bók eru ýmsar uppskriftir og hugmyndir sem einfalt og þægilegt er að fara eftir og ættu að hverja notendur hennar til frekari dáða við útigrillið. Einnig fylgja uppskriftir að mismundandi kryddlegi og kryddsmjöri ásamt ýmsum góðum sósum sem kitlar bragðlaukana og ómissandi er með grillmatnum. Möguleikarnir eru ótal margir, mun fleir en fólk almennt nýtir sér við þá skemmtilegu og afslappandi tómstundaiðju sem grilleldamennska raunverulega er. (Heimild: Inngangur bókarinnar)
Bókin Grillað á góðum degi er skipt niður í 18 kafla, þeir eru:
- Ýmsar grilltegundir
- Undirbúningur (2)
- Kryddlögur (9)
- Kryddolíur
- Kjöt
- Lambakjöt (10)
- Nautakjöt (6)
- Svínakjöt (9)
- Kjúklingar (7)
- Fiskar (17)
- Smáréttir og skyndibitar (10)
- Grænmetisréttir (10)
- Heitt brauð (4)
- Brauð (8)
- Salöt (8)
- Sósur, ídýfur og kryddsmjör (23)
- Ábætisréttir (10)
- Sumardrykkir (14)
Ástand: gott