Gott af grillinu
Fátt jafnast á við glóðarsteiktan mat og í huga margra er sjálf athöfnin að grilla tengd sumarkomunni órjúfanlegum böndum – þó þeir séu vissulega til sem grilla allan ársins hring.
Í þessari bók veitir matgæðingurinn Margrét Þóra Þorláksdóttir lesendum aðgena að spennandi uppskriftum af ýmsu tagi – forréttum, fiskréttum, kjötréttum, eftirréttum, sósum og meðlæti. Fjölbreyntni og frumleiki er í fyrirrúmi, hvort sem til stendur að blása til dýrlegrar veislu eða skella einhverju fljótlegu á grillið fyrir fjölskylduna.
Gott af grillinu er handhæg og falleg matreiðslubók fyrir þá sem unna glóðarsteiktum mat og vilja öðlast meiri færni við grillið. Lesandinn fær góð ráð til að fullkomna matseldina og bókin geymir jafnframt afar hagnýta töflu yfir hæfilegan grilltíma á helstu hráefnum.. (heimild: bakhlið bókarinnar)
Bókin Gott af grillinu er skipt niður í 8 kafla, þeir eru:
- Gott af grillinu
- Góð ráð
- Grilltímar
- Forréttir
- Fiskréttir
- Kjötréttir
- Sósur og meðlæti
- Eftirréttir
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.