Geymdar stundir

Frásagnir frá Austurlandi

Geymdar stundir – Frásagnir af Austurlandi. Þessir frásöguþættir eru í samantekt Ármanns Halldórssonar frá Eiðum og er þetta fjórða bindi. Í þessu bindi, eins og þeim fyrri, er margvíslegan fróðleik að finna um líf fólks, atvinnuhætti og lífsbaráttu á fyrri tímum. Meðal efnis má nefna grein um Möðrudal eftir Pál Guðmundsson. Frásögu eftir Ragnar Ásgeirsson er hann nefnir: Landshorna milli. Jón Þórðarson skrifar um kosninguna á Seyðisfirði 1909. Séra Sigurður Gunnarsson rifjar upp minningar: Fyrir sextíu og sjö árum. Einar Bragi Sigurðsson ritar um síðustu aftökuna á Austurlandi og tildrög hennar. Þá er frásaga eftir Þorstein Magnússon er nefnist „Já, nú er það dökkt“. Ármann Halldórsson skrifar um Björn Halldórsson frá Úlfsstöðum. Nokkrar austfirskar þjóðsögur er að finna og fleira. (Heimild: MBL 8. des 1988)

Bókin eru 13 kaflar, þeir eru:

  • Ragnar Ásgeirsson: Landshorna milli
  • Páll Guðmundsson: Frá Möðrudal
  • Einar Bragi Sigurðsson: Síðasta aftaka á Austfjörðum og tildrög hennar
  • Jón Þórðarson: Kosningin á Seyðisfirði 1909
  • Gísli Jónsson frá Háreksstöðum: Úr Haugaeldum
  • Séra Sigurður Gunnarsson: Fyrir sextíu og sjö árum
  • Þorsteinn Magnússon: „Ja, nú er það dökkt“
  • Ólafur Davíðsson: Bustarfellsætt
  • Ármann Halldórsson: Björn Halldórsson frá Úlfasstöðum
  • Þrír austfirskir landnámsmenn
  • Séra Halldór Gíslason: Glefsur úr Desjarmýrarannál
  • Austfirskar þjóðsögur
  • Nafnaskrá

Ástand: innsíður góðar, vantar hlífðarkápu. Bókin er nafnamerk á bls. 1

Geymdar stundir - Frásagnir af Austurlandi

kr.500

Ekki til á lager

Vörunúmer: 8501252 Flokkur: Merkimiði:
SKU: 8501252Category: Tag:

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,460 kg
Ummál 17 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

223 +nafnaskrá bls: 195 – 223

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni án hlífðarkápu

Útgefandi:

Víkurútgáfan

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1988

Höfundur:

Ármann Halldórsson (valdi efnið og bjó til prentunar)

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Geymdar stundir – Frásagnir af Austurlandi – Uppseld”