Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum
Því hefur oft verið haldið fram að Þingeyingar hafi skarað fram úr landsmönnum að félagsþroska og menningu á 19. öld. Hér er þessi skoðun tekin til athugunar og einkum sagt frá starfi Þingeyinga að stjórnmálum og verslunarmálum. Fjallað er um bænarskrár til alþingis, frjálsa sýslufundi, Þjóðlið íslendinga, fjölbreytileg verslunarsamtök og upphafsár Kaupfélags Þingeyinga, svo að nokkuð sé nefnt. Niðurstaða höfundar er að margt hafi verið talið til merkja um sérkennilega þingeyska félagsvakningu sem raunar átti sér nánar hliðstæður í öðrum héruðum. Þó reynist síst ofmælt að þingeyingar hafi skarað fram úr um árabil, og eru settar fram tilgátur um orsakir þess. Síðasti hluti bókarinnar er ævisaga eins helsta leiðtoga Þingeyinga á 19. öld, Jón Sigurðssonar á Gautlöndum.
Doktorsritgerð Heimspekideild Háskóla Íslands 1977
Bókin Frelsisbarátta Suður-Þingeyinga og Jón á Gautlöndum er skipt niður í sjö kafla og undirkafla, þeir eru:
- Inngangur
- Verkefnið
- Félagshreyfing
- Suður-þingeyingar og hlutverk þeirra
- Alþingskosningar og þingfulltrúar
- Upphaf stjórnmálaafskipta
- Fyrstu frjálslyndu áhrifin
- Bænaskrá
- Forysta presta og hreppstjóra
- Þátttaka almennings
- Stjórnmálastefna
- Frumleiki og fyrirmyndir
- Tímabil sýslufundanna
- Upphaf sýslufunda
- Búnaðarfélagið í syðri hluta Þingeyjarsýslu
- Búnaðarfélagið og sýslufundirnir
- Viðfangsefni sýslufunda og þingmannshlutverk
- Sýslufundirnir og lýðræðið
- Stjórnmálastefna og stjórnmálabarátta
- Frumherjar vinstristefnu á níunda tug aldarinnar
- Þingmálafundir
- Tilraunir til stjórnmálaflokka
- Þjóðlið íslendinga, upphaf þess og skipulag
- Starf Þjóðlisins og útbreiðsla í heimahéraði
- „Frelsisstefna framsóknarmanna“
- Útgáfumál Þjóðliðs
- Útbreiðslutilraunir
- Sókn til áhrifa á alþingi
- Þjóðlið breytist í huldufélag
- Upphaf Samvinnuhreyfingar
- Samtök um verðlagningu
- Þingeyingar og Gránufélagið
- Kaupfélagsstarfið komið á fót
- Stofnun Kaupfélags þingeyinga og markmið stofnenda
- Lífsbarátta Kaupfélagsins
- Þróun samvinnuhugmyndanna
- Stjórn og völd
- Verslunarmagn og viðskiptahagur
- Útbreiðsla samvinnuhreyfingar
- Félagshreyfing Þingeyinga
- Hvenær tóku suður-þingeyingar forystuna?
- Undirstaða í sveitum. Félagsvakning mývetninga
- Menntun
- Hvers vegna suður-þingeyingar?
- Höfðinginn á Gautlöndum
- Bóndinn á Gautlöndum
- Menntun og fræðastörf
- Trúnaðarstörf í heimahéraði
- Stjórnmálaferill
- Stórnmálastefna
- Ævilok og yfirlit
- Auka:
- Summary
- Heimildir
- Nafnaskrá
Ástand: gott
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.