Fiskveisla fiskihatarans
Inngangsrit með dæmum
Gunnar Helgi er yfirlýstur fiskihatari, telur fisk vondan í eðli sínu, en fellst þó á nauðsyn þess að snæða fisk reglulega. Í því skyni að finna uppskriftir að góðum máltíðum – eða að minnsta kosti athyglisverðum – leitar hann víða fanga, frá miðöldum til okkar daga, frá Asíu til Íslands. Útkoman er allt í senn: stórfróðleg matarsagnfræði, kostulegar frásagnir og kaldhæðnar athugasemdir um mat og fjölmargar girnilegar – og stundum jafnvel fyndnar – uppskriftir. (Heimild: Bókatíðindi)
Bókin Fiskveisla fiskihatarans er skipt niður í 9 flokka, þeir eru:
- Kenningarlegur grunnur
- Ýsa og þorskur
- Salt bætir allt …
- Steinbítur og skötuselur
- Flyðrur og hverfur
- Skelfiskur
- Fiskiríli
- Ferskvatnsfiskar og sjógengnir
- Krókodílar og fýlar
Ástand: gott.