Fest á filmu

Peter Lime er „paparazzo”, slúðurblaðaljósmyndari sem liggur í leyni eins og hver annar leigumorðingi til þess að fanga hina ríku og frægu á mynd. Dag nokkurn nær hann að skjóta með aðdráttarlinsunni á ráðherra að leik með ástkonu sinni á ströndinni. Myndin umturnar lífi ráðherrans en hefur samt afdrifaríkari afleiðingar fyrir Peter. Sagan var verðlaunuð með Glerlyklinum 1999 og valin besta spennusaga Norðurlanda það ár. Höfundur gæðir sögu sína alþjóðlegu yfirbragði og skrifar jafnframt af skilningi og nærfærni hins mikla mannþekkjara. (Heimild: Bókatíðindi)

Ástand: gott, laus við allt krot og  nafnamerkingu

Fest á filmu - Leif Davidsen

kr.250

1 á lager

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,220 kg
Ummál 12 × 3 × 20 cm
Blaðsíður:

355

ISBN

9979321482

Kápugerð:

Kilja

Heitir á frummáli

Lime's billede

Útgefandi:

Mál og menning

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2001

Hönnun:

Edda hf. / BIG

Íslensk þýðing

Árni Óskarsson

Höfundur:

Leif Davidsen

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Fest á filmu – Leif Davidsen – Kilja”