Eiturbrask
Vic warshawski er slyngur einkaspæjari í Chicago. En fyrr á árum var hún barnfóstra Caroline Djiak, og nú hefur Caroline ráðið hana til að komast að því hver faðir hennar var. Í upphafi rannsóknarinnar fer hún í Xerxes efnaverksmiðjuna þar sem móðir Caroline starfaði áður. Þar er eftirgrennslunum hennar tekið fálega. Eitthvað er óhreint í pokahorninu og rannsóknin fer að snúast um annað og meira en faðernismál. Vic fær hótanir og t´visýnt verður hvort henni tekst að komast að kjarna málsins áður en henni verður komið fyrir kattarnef. (Heimild: Bakhlið bókarinnar)
Eiturbrask hlut hin virtu Silfurrýtingsverðlaun í Bretlandi árið 1988.
Ástand: gott, nafnamerkt á saurblaði
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.