Dagur við ský
Fólkið í íslenskri flugsögu
Íslenska flugævintýrið hófst fyrir alvöru um svipað leyti og lýðveldið var stofnað og var samofið þeim anda frelsis sem ríkti með þjóðinni. Dagur við ský er um fólkið sem var á valdi þessa ævintýris og tók þátt í að skapa það. Viðmælendur Jónínu Michaelsdóttur eru Bergur Gíslason, Páll Þorsteinsson, Hjálmar Finnsson, Kristinn Olsen, Grétar Kristjánsson, Erla Ágústsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Ingólfur Guðmundsson, Davíð Vilhelmsson og Sigurður Stefánsson. Þetta er breiður hópur, almennir starfsmenn og yfirmenn, forstjórar, flugmenn, flugfreyjur. Þarna talar fólkið bak við flugið, segir frá lífi sínu og skoðunum, starfi og samstarfsfólki. (Heimild: Bókatíðindi).
Bókin Dagur við ský, fólk í íslenskri flugsögu eru 10 kaflar +viðauki, þeir eru:
- Hjálmar Finnson: Lífið er stórkostlegt
- Páll Þorsteinsson: Kannski er ævintýrið rétt að byrja
- Erla Ágústdóttir: Leiftur frá liðnu vori
- Ingólfur Guðmundsson: Mér hefur alltaf þótt gaman að vera til
- Davíð Vilhelmsson: Við erum að keppa við allan heiminn
- Guðrún Pétursdóttir: Fólkið í fluginu er mitt fólk
- Grétar Br. Kristjánsson: Flugið var liður í sjálfstæðisbaráttunni
- Bergur G. Gíslason: Hef alltaf verið hellaður af tækni
- Kristinn Olsen: Minnist þess ekki að hafa orðið hræddur
- Sigurður Stefánsson: Alþjóðaflugvöllur er heimur út af fyrir sig
- Viðauki
- Um tilurð bókarinnar og heimildir
- Nafnaskrá
Ástand: gott.
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.