Dætur Kína, bældar raddir

Dætur Kína er grípandi og sársaukafull lýsing á lífi kvenna í Kína eftir daga Maós. Xinran, höfundur bókarinnar, vann á úvarpsstöð og hélt uppi þætti sem þvert á allar væntingar sló í gegn. Fjöldi kvenna hafði samband við hana og í skjóli nafnleyndar afhjúpuðu þær fyrir henni lífsskilyrði sem engan gat órað fyrir að þær byggju við. Þær sögðu henni frá skelfilegu mótlæti, ofbeldi, nauðgunum, botnlausri fátækt og allsleysi undir oki pólitískrar kúgunar og hefða. En þær töluðu líka um ástina og draumana og hvernig þeim tókst að lifa af. Á þessum frásögnum byggir hún þessa bók sem lætur engan ósnortinn. (Heimild: Bókatíðindi)

Bókin Dætur Kína eru 15 kaflar, þeir eru:

  • Tildrög þessa verks
  • Stúlkan sem átti flugu að gæludýri
  • Háskólaneminn
  • Skransölukonan
  • Mæðurnar sem liðu af jarðskjálfta
  • Trúarbrögð kínverskra kvenna
  • Konan sem elskaði konur
  • Byltingin réð ráðahagnum
  • Móðir mín
  • Konarn sem beið í fjörutíu og fimm ár
  • Dóttir hershöfðingja Chiang Kai-sheks
  • Æskan sem ég fæ ekki flúið
  • Dóttir mannsins sem þekkir hana ekki
  • Nútímakonan
  • Konunar í Kallhæðum
  • Viðauki
    • Eftirmáli
    • Þakkarorð

Ástand: gott

Dætur Kína, bældar raddir - Xinran

kr.1.500

1 á lager

Vörunúmer: 8502599 Flokkur: Merkimiðar: , , , , ,

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,650 kg
Ummál 16 × 2 × 24 cm
Blaðsíður:

232

ISBN

9979775548

Heitir á frummáli

The good women of China : hidden voices

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd bókbandsefni með hlífðarkápu

Útgefandi:

JPV útgáfa

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

2003

Íslensk þýðing

Helga Þórarinsdóttir

Höfundur:

Xinran

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn.

Ritaðu fyrstu umsögnina um “Dætur Kína, bældar raddir – Xinran”