Boðberar ljóssins
Leiðsögn engla til andlegs þroska
Þessi einstaka bók fjallar um engla. Henni er ætlað að minna okkur á að þeir eru ætíð reiðubúnir til þess að veita okkur allt það besta. Sérhver stund og athöfn í lífi okkar á sér sinn engil sem við getum leitað til. Við þurfum að læra að tengjast englunum og þekkja þá til þess að geta nýtt okkur aðstoð þeirra í lífinu. Bókin kennir okkur hvernig við getum leitað til engla sem veita okkur vernd, andlega leiðsögn, gleði og heilun eftir því sem þörf krefur. Hún lýsir því hvernig englar geta:
- gert kraftaverk
- gert okkur léttari í lund
- fært okkur hamingju án sýnilegs tilefnis
- aukið sköpunargleði okkar
- fyllt lí okkar kærleik og gleði
- fært skemmtun og leik inn í lífi okkar
- losað um streitu og yngt okkur upp
Þessi bók opnar nýjar víddir í hugsun okkar um andleg mál. (Heimild: Inngangur bókarinnar)
Bókin Boðberar ljóssins er ekki með efnisyfirlit. En við skoðun er hún skipt niður í 5 hluta en með 36 kafla, þeir eru:
- Fyrsti hluti: Eðli og uppruni engla (4 kaflar)
- Annar hluti: Geislabaugar englanna (6 kaflar)
- Þriðji hluti: Að laða að sér engla (14 kaflar)
- Fjórði hluti: að lifa englalífi (8 kaflar)
- Fimmti hluti: Englaþing og viðauki (3 kaflar)
Ástand: gott, ekkert krot né nafnamerking
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.