Bangsímon og hvassviðrið

Bókin er byggð á mynd eftir Walt Disney.

Walt Diseny byggð mynd sína eftir enska rithöfundinn A. A Milne (f. 18. janúar 1882 – d. 31. janúar 1956). Fyrsta bókin kom út þann 14. október árið 1926 og heitir „Winnie the Pooh“, á frummálinu. Bangsinn ljúfi í sögum Milne dró nafn sitt af leikfangabangsa Christopher Robins, sonar Milne. Nokkrar aðrar persónur í sögum Milne voru skírðar eftir tuskudýrum Robins, svo sem Eyrnaslapi (Eeyore) og Grislingur (Piglet).
Bangsi Robins hét í fyrstu Edward Bear en Robin gaf honum síðan nafnið Winnie eftir birni í dýragarðinum í London. Sá björn var í dýragarðinum frá árinu 1919 til 1934 og kom upphaflega frá Winnipeg í Kanada og dró nafn sitt af borginni, stytt sem Winnie. Nafnið Pooh var upprunalega heiti á svani sem oft sást á landareign Milne. (Heimild: Vísindavefur.is / JGÞ; Wikipedia )

Ástand: gott

Bangsímon og hvassviðrið - Disneybók

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,192 kg
Ummál 16,5 × 0,7 × 24 cm
Blaðsíður:

42 +myndir

ISBN

9979202742

Kápugerð:

Harðband (innbundin bók) klædd álímingi

Heitir á frummáli

Peter Plys og blæsevejrsdagen

Útgefandi:

Vaka-Helgafell

Útgáfustaður:

Reykjavík

Útgáfuár:

1995

Íslensk þýðing

Sigrún Árnadóttir

Höfundur:

A.A. Milne (Walt Disney byggð mynd sína eftir höfundi)